Upphaf skólastarfs haustið 2017
28.06.2017 15:51
Forráðamönnum nemenda í 8. bekk er boðið til kynningarfundar á sal Garðaskóla mánudaginn 21. ágúst kl. 17.00. Stjórnendur skólans segja frá starfinu og umsjónarkennarar taka á móti forráðamönnum í heimastofum umsjónarbekkja.
Fyrsti skóladagur haustannar 2017 er þriðjudagurinn 22. ágúst. Nemendur mæta á sal skólans á eftirfarandi tímum:
- 10. bekkur kl. 8.30
- 9. bekkur kl. 9.00
- 8. bekkur kl. 9.30
Nemendur þurfa að huga að innkaupum á ritföngum við skólabyrjun. Innkaupalista má nálgast á vef skólans: http://gardaskoli.is/namid/innkaupalistar/
Skólamatur ehf. rekur þjónustu í matsölu Garðaskóla. Nemendur sem vilja vera í áskrift að heitum mat sækja um hana á vef Skólamatar: http://www.skolamatur.is/. Opnað verður fyrir áskrift í ágúst, þegar skólinn hefur sent Skólamat lista yfir umsjónarbekki.
Starfsfólk Garðaskóla hlakkar til samstarfsins á komandi skólaári.