Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Garðabær hefur gert samning við Skólamat ehf. sem sér um framleiðslu og framreiðslu á heitum mat fyrir nemendur í hádeginu. Nemendur geta verið í áskrift alla daga vikunnar eða suma daga. Við matsöluna hafa nemendur sem koma með nesti að heiman aðgang að örbylgjuofni, samlokugrilli og vatnshana. Nánari upplýsingar um áskrift, matseðla o.fl. er að finna á www.skolamatur.is

Í matsölu Garðaskóla er líka boðið upp á ávexti, drykki og fleira matarkyns á meðan nemendur eru í skólanum. Hægt er að greiða með peningum, debetkorti og greiðslukorti Skólamatar. 

Starfsfólk matsölunnar starfar hjá Skólamat. Sameiginleg ábyrgð á rekstri er í höndum skólans og fyrirtækisins. Matsala nemenda er staðsett í miðrými skólans og hún er opin kl. 9:00-13:45 alla skóladaga. 

English
Hafðu samband