Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Garðabær hefur gert samning við Skólamat ehf. sem sér um framleiðslu og framreiðslu á heitum mat fyrir nemendur í hádeginu. Nemendur geta verið í áskrift alla daga vikunnar eða suma daga. Hér má sjá upplýsingar um gjaldskrá skólamálsverða í grunnskólum Garðabæjar (uppfært desember 2015). Við matsöluna hafa nemendur sem koma með nesti að heiman aðgang að örbylgjuofni, samlokugrilli og vatnshana. Nánari upplýsingar um áskrift, matseðla o.fl. er að finna á www.skolamatur.is

Í matsölu Garðaskóla er líka boðið upp á ávexti, drykki og fleira matarkyns á meðan nemendur eru í skólanum. Hægt er að greiða með peningum, debetkorti og greiðslukorti Skólamatar. Verðlista má lesa hér.

Starfsfólk matsölunnar starfar hjá Skólamat. Sameiginleg ábyrgð á rekstri er í höndum skólans og fyrirtækisins. Matsala nemenda er staðsett í miðrými skólans og hún er opin kl. 9:00-13:45 alla skóladaga. 

English
Hafðu samband