Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólagögn 2017-2018

Bæjarráð Garðabæjar samþykkti nýverið að greiða fyrir þau námsgögn sem nemendur í grunnskólum bæjarins nýta í starfi skólanna. Nemendur munu fá ritföng, möppur og stílabækur afhentar í skólanum. Áfram þurfa nemendur þó sjálfir að koma með eigin íþróttafatnað og tryggja að þeir eigi ritföng heima við til að geta sinnt heimavinnu.

Starfsfólk Garðaskóla vinnur að því að endurskoða innkaupalista skólans vegna þessara breytinga og verða nýir listar birtir á vefnum fyrir miðjan ágústmánuð 2017.

Með samstarfskveðju,
stjórnendur Garðaskóla

 

 

 

 

 

 

 

 

English
Hafðu samband