31.03.2017
Árleg hjólasöfnun Barnaheilla - Save the Children á Íslandi er hafin
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hefur hafið hjólasöfnun sína í sjötta sinn. Hjólasöfnunin er unnin í samstarfi við Æskuna – barnahreyfingu IOGT og ýmsa velunnara. Markmiðið hjólasöfnunarinnar er að börn í félagslega eða fjárhagslega erfiðri...
Nánar28.03.2017
Afmælisbörn í Garðaskóla
Það eru augljóslega margir afmælisdagar sem koma upp í skóla með hátt í 600 nemendum og starfsfólki. Stórafmæli eru þó ekki jafn algeng en í dag fagnar Kristján Rafn heimilisfræðikennari einmitt einu slíka, eða 60 árum.
Nánar24.03.2017
Skíðaferð 9. og 10. bekkinga - fréttir að norðan
Stór hluti af nemendum 9. og 10. bekkjar Garðaskóla er þessa dagana í skíðaferð Garðalundar á Akureyri. Allt hefur gengið vel og veðrið lék við þau á miðvikudaginn. Eftir hádegi á fimmtudaginn var ekki lengur fært í fjallinu en þá tók við frjáls...
Nánar24.03.2017
Fyrirkomulag umsjónartíma í næstu viku
Í næstu viku verður engin umsjón mánudagsmorgun, 27. mars og nemendur mæta skv. stundaskrá, kl. 9:30.
Á fimmtudagsmorgun, 30. mars, verður tvöfaldur umsjónartími og mæta allir nemendur því í umsjónarstofuna sína, kl. 8:10.
Nánar23.03.2017
Nemendur í 9. og 10. bekk á framhaldsskólakynningu í Laugardalshöll
Föstudaginn 17. mars var nemendum í 9. og 10. bekk boðið í Laugardagshöllina en þar fór fram Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning. Allir skólar á landinu fengu boð um að koma á þessar kynningar sem stóðu yfir í þrjá daga.
Nánar21.03.2017
Kynningarfundur fyrir væntanlega nemendur Garðaskóla í dag, kl. 17:30
Seinni kynningarfundur fyrir nemendur og foreldra verður haldinn í dag kl. 17:30, en fyrri fundurinn fór fram í gær og var vel sóttur.
Sagt verður frá helstu þáttum í starfi skólans og gestum síðan boðið að skoða skólann í fylgd starfsmanna og...
Nánar20.03.2017
Breytt skólastarf frá miðvikudegi til föstudags
Miðvikudag, fimmtudag og föstudag í þessari viku verður stór hluti 9. og 10. bekkja í skíðaferð á Akureyri. Þeim nemendum sem verða heima hefur verið skipt upp í hópa og verður kennt skv. sérstakri stundaskrá þessa daga.
Nánar15.03.2017
Garðaskóli í 6. sæti í undanúrslitum Skólahreystis
Lið Garðaskóla lenti í 6. sæti af 12 skólum í undanúrslitum Skólahreystis, sem fram fóru í Mýrinni í gær.
Það sem stóð upp úr var að Helga María Sigurðardóttir vann hangið og hékk í 4 mínútur og 33 sekúndur og Þorbjörn Bragi Jónsson og Aðalheiður G...
Nánar15.03.2017
Áhugaverð tilraun á vegum sálfræðihópsins í 10. bekk
Boðið er upp á sálfræði sem valfag í 10. bekk í Garðaskóla. Viðfangsefni fagsins er margþætt og spannar meðal annars rannsóknarvinnu af ýmsu tagi. í tilefni af öskudegi ákvað hópurinn að gera smá tilraun.
Nánar15.03.2017
Rútuplan vegna Íslandsmóts iðn- og verkgreina 2017, föstudaginn 17. mars, kl. 8:40
Föstudaginn kemur fara allir nemendur í 9. og 10. bekk í Laugardalshöllina, þar sem fram fer Íslandsmót iðn- og verkgreina 2017 og haldnar verða framhaldsskólakynningar.
Nemendur mæta skv. stundaskrá 8:10 og eiga að vera komnir út í rútu í síðasta...
Nánar14.03.2017
Íslandsmót iðn- og verkgreina og Framhaldsskólakynning
Nemendur í 9. og 10. bekk munu fara í vettvangsferð í Laugardalshöll þann 17. mars kl. 8:45.
Markmið ferðarinnar er að gefa nemendum tækifæri til að kynna sér ólíkar starfsgreinar og námsframboð framhaldsskóla.
Nánar09.03.2017
Undanúrslitin í Skólahreysti, í Mýrinni 14. mars, kl. 16
Undanúrslit í Skólahreysti fara fram þriðjudaginn 14. mars í Mýrinni, kl. 16:00. Mætum öll og hvetjum okkar fólk til dáða!
Vel fer á að Garðskælingar mæti í stjörnulitnum og að við látum í okkur heyra!
Nánar- 1
- 2