Kynningar á valgreinum fimmtudaginn 16. febrúar kl. 8:10–9:10
Nú er komið að því að nemendur í 8. og 9. bekk velji sér valgreinar fyrir skólaárið 2017-2018.
Forráðamönnum ásamt nemendum er boðið að koma og kynna sér þær valgreinar sem eru í boði, ræða við kennara og fá nánari upplýsingar um námið. Kynningarnar fara fram á báðum hæðum skólans sem og í matsal nemenda fimmtudaginn 16. febrúar.
Ferðakerfi Garðaskóla hefur verið kynnt fyrir nemendum í umsjónartímum, en nauðsynlegt er að nemendur og forráðamenn þeirra kynni sér vel hvaða valgreinar eru í boði og hvaða kröfur eru gerðar til nemenda í hverri námsgrein.
Á vef garðaskóla er að finna lýsingu á valgreinakerfi skólans og lýsingu á þeim valgreinum sem eru í boði.
Valið fer fram í Námfúsi og verður opnað fyrir það á vef skólans http://gardaskoli.is/ 17. febrúar. Lögum samkvæmt á fjöldi kennslustunda í töflu að vera 24-25 á viku (ekki færri), miðað við 60 mínútna kennslustundir.
Að valgreinakynningunum loknum hefst kennsla skv. stundaskrá, kl. 9.30.
(Ath. Engin umsjón verður í 10. bekk og mæta 10. bekkingar því kl. hálftíu.)