Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

21.10.2013

Óhefðbundið skólastarf 28. og 29. október

Mánudaginn 28. október er starfsdagur í Garðaskóla og því fellur kennsla niður. Þriðjudaginn 29. október verða nemenda- og foreldraviðtöl og fellur annað skólastarf niður á meðan.
Nánar
02.09.2013

Foreldrafundir fimmtudaginn 5. september

Fimmtudaginn 5. september kl. 8.20-9.00 halda umsjónarkennarar kynningarfundi fyrir forráðamenn nemenda. Fundirnir eru haldnir í umsjónarstofum hvers bekkjar. Nemendur mæta í skólann í þriðju stund kl. 9.50.
Nánar
01.09.2013

Norður-Evrópumeistari í dansi

Norður-Evrópumeistari í dansi
Pétur Fannar Gunnarsson, nemandi í 10. bekk Garðaskóla varð fyrir stuttu tvöfaldur Norður-Evrópumeistari í dansi ásamt dansfélaga sínum Anítu Lóu Hauksdóttur.
Nánar
30.08.2013

Matsalan komin í eðlilegt horf

Matsalan komin í eðlilegt horf
Matsala Garðaskóla er flutt á sinn hefðbundna stað og nemendum stendur til boða heitur matur og önnur lausavara. Hægt er að staðgreiða mat með peningum og greiðslukortum. Þar sem Skólakort Garðaskóla hefur verið lagt niður er unnið að uppsetningu á...
Nánar
28.08.2013

Aðstoð við heimanám í stærðfræði

Í vetur verður aðstoð við heimanám í stærðfræði í boði tvisvar í viku: mánudaga og miðvikudaga kl. 15.20. Kennari er Kristinn Ólafsson og tímarnir eru öllum opnir meðan húsrúm leyfir. Fyrsti tíminn verður mánudaginn 2. september.
Nánar
22.08.2013

Viðgerð á matsölu Garðaskóla

Í sumar hefur viðgerð á þaki Garðaskóla staðið yfir og gengið seint. Nú við skólabyrjun er staðan sú að ekki verður hægt að vinna mat og framreiða í matsölunni og verður hún því færð til í húsinu og ráðstafanir gerðar til bráðabirgða. Föstudaginn 23...
Nánar
English
Hafðu samband