Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Námskynningar í Garðaskóla

07.10.2025 10:57

Við bjóðum aðstandendum nemenda í heimsókn til okkar  í Garðaskóla mánudaginn 13. október kl. 8:30.

Fyrst er stutt dagskrá í heimastofu hjá umsjónarkennara og því næst er ykkur boðið í Gryfjuna þar sem hver og ein fagdeild mun vera með bás og kynna námsefni vetrarins.

Við vekjum athygli á að námskynningin er ekki fyrir nemendur. Þeir mæta venju samkvæmt kl. 9:45.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest.

 

Til baka
English
Hafðu samband