Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólasetning 22. ágúst 2025

11.08.2025 09:31

Skólastarf hefst í Garðaskóla föstudaginn 22. ágúst

8. bekkur

Mæting í Ásgarð kl. 9:00. Forráðafólk skal mæta með sínum nemanda. Eftir stutt ávarp á sal og upplestur á bekkjum fara nemendur í sína umsjónarstofu með umsjónarkennara og eru í skólanum til 12:00. Foreldrar sitja aðeins lengur á sal og fá ýmsar praktískar upplýsingar. Dagskrá fyrir foreldra lýkur um kl. 9:50.

9. bekkur

Mæting í Ásgarð kl. 10:00. Eftir stutt ávarp á sal fara nemendur í sína umsjónarstofu með umsjónarkennara og eru í skólanum til 11:00.

10. bekkur
Mæting í Ásgarð kl. 10:00. Eftir stutt ávarp á sal fara nemendur í sína umsjónarstofu með umsjónarkennara og eru í skólanum til 11:00.


Við vekjum atygli á að mánudaginn 25. ágúst eru allir nemendur í skólanum frá 8:30 til 14:30. Nemendur mæta í sína umsjónarstofu og eru allan daginn í dagskrá með sínum umsjónarkennara og umsjónarbekk.

Einnig vekjum við sérstaka athygli á seinkun á skóladeginum í Garðaskóla þetta skólaárið. Kennsla hefst nú kl. 8:30 í stað 8:10 sem áður var. 

Þriðjudaginn 26. ágúst hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.

Nýir nemendur í 9. og 10. bekk athugið! Þið eruð velkomin að koma á skrifstofu skólans 15 mínútum fyrir skólasetningu ef þið viljið. Förum þar yfir dagskrá dagsins og tengjum ykkur við umsjónarkennara. 

Hlökkum til að hitta ykkur öll og byrja nýtt skólaár af krafti. 

Til baka
English
Hafðu samband