Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagskrá heimalinga í 10. bekk

04.03.2025 15:09

Á miðvikudaginn er mæting í stofu 204 kl. 9:25. Nemendur munu því næst halda í heimilisfræðistofuna og læra að útbúa hinn fullkomna dögurð (brunch) undir handleiðslu Kristjáns heimilisfræðikennara. Að því loknu verða settar upp stöðvar sem nemendur geta valið sig á. Skóladegi lýkur kl. 14:15.

Á fimmtudaginn er svo útivistardagur í Bláfjöllum með 8. og 9. bekk. Nánari upplýsingar í viðhengi.

Á föstudaginn er mæting í stofu 204 kl. 9:25. Nemendur halda í kjölfarið í skemmtilega bæjarferð þar sem farið verður á söfn og merkir staðir skoðaðir. Nemendur þurfa að koma klæddir eftir veðri. Nemendur mega taka með sér pening til að kaupa sér eitthvað að narta í á meðan á bæjarferðinni stendur. Skóladegi lýkur kl. 14:15

Til baka
English
Hafðu samband