Markaður á samráðsdegi
Á morgun, fimmtudaginn 31. október, er samráðsdagur heimilis og skóla hjá okkur í Garðaskóla. Ég minni á að hvert viðtalsbil er 15 mínútur og bið ykkur um að aðstoða kennara við að virða þau tímamörk.
Það er þó full ástæða til að staldra lengur við hjá okkur í Garðaskóla en þessar 15 mínútur. Fyrir, eða eftir, samtal við umsjónarkennara er nefnilega hægt að kíkja í Gryfjuna og versla notuð föt á fatamarkaði, köku til að taka með heim, nú eða vinabönd, kort, kerti eða kertastjaka. Svo verður líka hægt að setjast niður á „kaffihúsið“ okkar og fá sér vöfflu og kaffi.
Allur varningur sem er til sölu var gerður af nemendum sem hluti af Gagn og gaman dögum og allur söluhagnaður rennur óskiptur til Bergsins Headspace. Bergið veitir einstaklingsmiðaða ráðgjöf og þjónustu til ungmenna frá 12 til 25 ára. Nánar er hægt að lesa um starfsemi Bergsins á heimasíðu þeirra, bergid.is.
Rétt er að taka fram að við skipulag Gagn og gaman daga nutum við aðstoðar nemendaráðs skólans sem lagði einmitt ríka áherslu á að þau vildu nýta þessa daga m.a. til að láta gott af sér leiða og eftir nokkra íhugun völdu þau að styrkja Bergið.
Við vonum að þið hafið tækifæri til að staldra við og styrkja gott málefni. Posi á staðnum!