Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gagn og gaman dagar í Garðaskóla

22.10.2024 14:51

Við brjótum upp hefðbundna kennslu dagana 28.-30. október. Hér birtast upplýsingar um Gagn og gaman dagana og verður fréttin uppfærð reglulega.

Skipulag Gagn og gaman daga er eftirfarandi:

9. og 10. bekkur er í skólanum alla daga frá 9:00 - 14:00. Á mánudaginn mæta þau í sína umsjónarstofu og byrja daginn með umsjónarkennara. Aðra daga mæta þau beint í sinn hóp.

Hjá nemendum í 8. bekk eru tveir dagar sem fara í skálaferðina en þriðja daginn eru þau í dagskrá með sínum umsjónarkennara í sinni umsjónarstofu frá 9:00 - 14:00. Þann dag sem þau fara í skálaferðina mæta þau hins vegar kl. 10:30 og lagt verður af stað kl. 11:00.

Athugið að nemendur í 9. og 10. bekk munu geta farið inn á Gagn og gaman síðuna um helgina (vefslóðin og lykilorðið eru þau með í skólatölvupóstinum sínum) til að sjá í hvaða hópum þau lenda þessa þrjá daga.

Athugið að á Gagn og gaman dögum er ekki boðið upp á mat frá Matartímanum og því þurfa nemendur sjálfir að koma með nesti.

Jól í skókassa

Nemendur í 8. bekk munu taka þátt í verkefninu Jól í skókassa. Markmiðið er að hver bekkur nái að safna í nokkra skókassagjafir til að senda til bágstaddra. Við biðlum til fjölskyldna nemenda að koma með eitthvað í skókassann - því meira því betra! Athugið að fjölskyldur nemenda í 9. og 10. bekk mega gjarnan leggja söfnuninni lið. Við tökum á móti framlögum á skrifstofu skólans. 

Nánari upplýsingar um verkefnið (og hvað má og hvað má ekki) má finna hér

Skálaferð 8. bekkja

Allir 8. bekkir fara í skálaferð í Vindáshlíð á Gagn og gaman dögum. ALH, SSH, VMÍ og EHR bekkirnir fara frá mánudegi til þriðjudags en ARO, BRG, RBG og ÞH bekkirnir frá þriðjudegi til miðvikudags. Nánari upplýsingar um ferðirnar má finna hér.

Útivist - hjólaferð

Mikilvægt er að þeir sem fara í hjólaferð komi með hjálm og klædd eftir verði. Já og svo er líka frekar mikilvægt að þau komi með hjól líka.

Til baka
English
Hafðu samband