Skráning í mötuneytisþjónustu Matartímans
22.08.2023 13:53
Nú hefur verið opnað fyrir skráningu að áskrift í mötuneytisþjónustu Matartímans hér í Garðaskóla. Skráning fer fram á heimasíðu Matartímans, matartiminn.is.
Þegar nemendur eru skráðir í mat þarf að skrá heiti bekkjar. Athugið að nemendur í 9. og 10. bekk eru í sama bekk og í fyrra. Þeir sem voru t.d. 8. BJ í fyrra eru nú í 9. BJ og þeir sem voru í 9. ALH eru nú í 10. ALH.
Ein undantekning er á þessu þar sem 8. EHG mun heita 9. RT í vetur.
Athugið að ekki er hægt að skrá nemendur í 8. bekk í mat fyrr en að lokinni skólasetningu á morgun, en þá fyrst verður upplýst um bekki.
Matarþjónusta Matartímans hefst fimmtudaginn 24. ágúst.