Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólastarfið næstu daga

07.03.2023 12:37

Þar sem við höfum þurft að gera breytingar á dagskrá næstu daga vegna snjóleysis í Bláfjöllum þótti okkur rétt að birta dagskrá næstu daga hér á síðunni.

8. bekkur

Hefðbundin kennsla samkvæmt stundaskrá á miðvikudag og föstudag.

Útivistardagur á fimmtudag. Mæting í umsjónarstofu kl. 9:00. Skóladegi lýkur kl. 14:00. Ekki er boðið upp á hádegismat þennan dag.

9. bekkur

Uppbrot á miðvikudag og fimmtudag. Farið í skála í Bláfjöllum og gist. Mæting í Garðaskóla kl. 8:30 á miðvikudag og komið heim um hádegi á fimmtudag.

Hefðbundin kennsla samkvæmt stundaskrá á föstudag.

Þeir nemendur í 9. bekk sem ekki fara í skálaferðina mæta í skólann kl. 9:00 á miðvikudag og fimmtudag í stofu 217. Nemendur eiga að vera vel klæddir og vera með nesti eða pening fyrir mat þar sem Matartíminn býður ekki upp á mat fyrir 9.bekk þennan dag. Skóladegi lýkur kl. 14:00 báða dagana.

10. bekkur

Skíðaferð til Akureyrar. Mæting í Garðaskóla kl. 6:30 á miðvikudag.

Þeir nemendur í 10. bekk sem ekki fara í ferðina eiga að mæta kl. 9:00 í stofu 220 á miðvikudag og fimmtudag. Á föstudaginn eiga þau að mæta kl. 10 í stofu 220. Skóladegi lýkur kl. 14:00 alla dagana. Athugið að nemendur þurfa að koma með nesti eða pening fyrir mat þar sem Matartíminn býður ekki upp á mat fyrir 10. bekk þessa daga.

 

Til baka
English
Hafðu samband