Skráning á samráðsfundi
17.10.2022 11:16
Fimmtudaginn 27 . október næstkomandi er samráðsdagur heimila og skóla og því ekki kennsla samkvæmt stundaskrá.
Á þessum fundi fer umsjónarkennari yfir ýmsa þætti í námi nemenda, svo sem ástundun/virkni, námsárangur það sem af er skólaári, hegðun, líðan og félagslega stöðu. Einnig verðar kynntar niðurstöður úr nýrri lesfimiskimun.
Hver fundur er 15 mínútur og biðjum við alla að vera stundvísir og virða tímamörk fundar. Forráðafólk sér sjálft um að bóka viðtal. Leiðbeiningar um hvernig það er gert má finna hér. Opið er fyrir skráningar til miðnættis fimmtudaginn 20. október.
Þeir sem vilja ná tali af stjórnanda eða öðrum kennara barnsins en umsjónarkennara eru hvattir til að senda viðkomandi póst og bóka viðtal.