Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Innritun í Garðaskóla og kynningar fyrir verðandi 8. bekkinga

01.03.2022 10:28

Garðaskóli heldur tvo kynningarfundi fyrir verðandi 8. bekkinga og forráðafólk þeirra miðvikudaginn 9. mars frá 17:00-18:00 annars vegar og frá 20:00-21:00 hins vegar. Athugið að það er nauðsynlegt að innrita nemendur sérstaklega í Garðaskóla.

Innritun nemenda fyrir skólaárið 2022-2023 fer fram dagana 7. – 11. mars nk. Innritað er í gegnum þjónustugátt Garðabæjar á vef Garðabæjar, gardabaer.is. Innrita þarf nemendur í 8. bekk sem skipta um skóla.   Sömu daga fer fram skráning vegna nemenda í 2.-9. bekk sem óska eftir að flytjast á milli skóla. Áríðandi er að foreldrar tilkynni óskir um flutning milli skóla fyrir 11. mars nk.

Vakin er athygli á að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í grunnskólum annarra sveitarfélaga og sjálfstætt reknum grunnskólum fyrir skólaárið 2022-2023 er til 1. apríl. Umsóknir fyrir nemendur sem stunda nám í grunnskóla utan Garðabæjar þarf að endurnýja fyrir hvert skólaár. Sótt er um í gegnum þjónustugátt Garðabæjar. Það sama gildir fyrir nemendur með lögheimili utan Garðabæjar sem stunda nám í Garðabæ, sækja þarf um skólavist utan sveitarfélags hjá lögheimilissveitarfélagi nemandans.

Til baka
English
Hafðu samband