Jafnréttisþing, Læsisdagur og Litlu jól
15.12.2021 07:27
Síðustu þrjá dagana fyrir jólafrí ætlum við að brjóta upp hefðbundna kennslu með spennandi verkefnum. Fimmtudaginn 16. des. verður Jafnréttisþing Garðaskóla haldið, föstudaginn 17. desember er Læsisdagur og mánudaginn 20. desember höldum við Litlu jólin. Athugið að ekki er kennt samkvæmt stundaskrá þessa daga.
Jafnréttisþing Garðaskóla, 16. des.
- Allir nemendur eru í skólanum frá 8:30 til 13:30. Mæting í umsjónarstofu.
- Allir nemendur horfa á setningarávarp frá Ólafi Darra leikara.
- Allir nemendur fara á fyrirlestur hjá Sólborgu Guðbrandsdóttur.
- Allir nemendur fá að velja sér tvær málstofur til að fara á. Lesa má nánar um þær í dagskrá árganganna hér að neðan.
- Hér má finna dagskrá fyrir nemendur í 8. bekk.
- Hér má finna dagskrá fyrir nemendur í 9. bekk.
- Hér má finna dagksrá fyrir nemendur í 10. bekk.
Læsisdagur, 17. des.
- Allir nemendur eru í skólanum frá 8:10 - 13:00. Mæting í umsjónarstofu.
- Nemendur í 8. bekk fá bókakynningu frá Gunnari Helgasyni, fyrirlestur frá Bigga löggu um stafrænt ofbeldi, horfa á kvikmynd og vinna lestrarverkefni.
- Nemendur í 9. bekk fá bókakynningu frá Þórunni Rakel Gylfadóttur, horfa á kvikmynd og vinna lestrarverkefni.
- Nemendur í 10. bekk hlýða á fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu frá Þorgrími Þráinssyni, horfa á kvikmynd og vinna lestrarverkefni.
- Allir nemendur fá upplestur frá Kjartani Atla Kjartanssyni úr bókinni Saman í liði.
- Í hádegishléi verður öllum nemendum boðið upp á heitt súkkulaði með rjóma.
- Ítarlega dagskrá fyrir hvern bekk má finna hér.
Litlu jólin, 20. des.
- Nemendur í 8. bekk mæta í sína umsjónarstofu kl. 9:00. Skóladegi þeirra lýkur kl. 10:30.
- Nemendur í 9. bekk mæta í sína umsjónarstofu kl. 9:10. Skóladegi þeirra lýkur kl. 10:40.
- Nemendur í 10. bekk mæta í sína umsjónarstofu kl. 9:20. Skóladegi þeirra lýkur kl. 10:50.
- Nemendur mæta með sparinesti með sér.
- Allir nemendur taka þátt í rafrænu jólabingói. Þeir sem ekki geta eða vilja nota sína síma verður útvegað tæki til að þeir geti tekið þátt.
Athugið að dagskrá dagana 16.-17. desember hefur verið aðlöguð að sóttvarnarreglum. Við munum hins vegar biðja nemendur um að bera andlitsgrímu þessa tvo daga. Umsjónarkennari mun afhenda nemendur grímu í upphafi dags.
Skólahald hefst að nýju eftir jólaleyfi mánudaginn 3. janúar 2022.