Fræðslukvöld í Sjálandsskóla í tilefni af Forvarnarviku Garðabæjar
Vikuna 13. -20. október verður haldin forvarnarvika í Garðabæ. Í tilefni forvarnaviku verður haldinn foreldrafundur fimmtudaginn 14. október kl. 20:00-22:00 í Sjálandsskóla.
Í skólunum er unnið að forvörnum allt skólaárið. Nemendur á öllum skólastigum fá þjálfun í samskiptum þar sem unnið er eftir ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem samofin eru öllu skólastarfinu. Gildin umburðarlyndi, virðing, umhyggja og hugrekki eru höfð að leiðarljósi í forvörnum gegn einelti. Það er mikilvægt að við sem tilheyrum samfélaginu okkar í Garðabæ höfum þessu mikilvægu gildi að leiðarljósi. Það þarf jú heilt þorp til að ala upp barn! Við vonum að þið gefið ykkur tíma til að mæta og fræðast um þetta mikilvæga málefni.
Dagskráin verður eftirfarandi.
• Guðrún Ágústsdóttir og Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir, nemendur í Tónlistarskóla Garðabæjar flytja tónlistaratriði úr söngleiknum Pálmar.
• Námsráðgjafar í Garðabæ segja frá starfi sínu.
• Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnisstjóri frá Barnaheillum segir frá verkefninu Vinátta
• Fulltrúi frá KVAN segir frá Verkfærakistunni
• Birgir Örn Guðjónsson lögregluvarðstjóri í Hafnarfirði segir okkur frá því helsta sem snýr að starfi lögreglunnar í Garðabæ
Gestir eru beðnir um að tryggja persónulegar smitvarnir. Fundurinn verður tekinn upp og hægt verður að nálgast upptöku að honum loknum.
Með kærri kveðju,
grunnskólar og Grunnstoð Garðabæjar.