Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rafrænn samráðsdagur

17.01.2021 18:22

Þriðjudaginn 26. janúar eru samráðsfundir heimila og skóla í Garðaskóla. Hefðbundin kennsla fellur því niður þann dag en í staðinn koma foreldrar/forráðamenn til viðtals ásamt nemendum hjá umsjónarkennara. Líkt og fyrr í vetur fara viðtölin fram með rafrænum hætti.

Foreldrar/forráðamenn bóka sjálfir tíma á INNU.Opnað verður fyrir tímapantanir föstudaginn 15. janúar kl. 15:00 og lokað fyrir þær á miðnætti mánudagskvöldið 18. janúar. Leiðbeiningar um hvernig samráðsfundur er bókaður má finna hér.

Á samráðsfundunum munum við m.a. ræða um gengi í námi, lestrarfærni, ástundun og almenna líðan.  Til þess að tíminn nýtist sem best er nauðsynlegt að nemendur og foreldrar/forráðamenn séu búnir að undirbúa sig með því að ræða saman um þættina sem nefndir voru að framan.

Þegar nær dregur fundi munu umsjónarkennarar senda rafrænan tengil á fundinn.

Til baka
English
Hafðu samband