Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaslit og útskrift í Garðaskóla

08.06.2020 10:07
Skólaslit og útskrift í Garðaskóla

Nú er þetta skrýtna skólaár senn á enda. Í ljósi aðstæðna og í takt við þær fjöldatakmarkanir sem enn eru í gildi munu skólaslit hjá 8. og 9. bekk og útskrift hjá 10. bekk verða með öðru sniði en síðustu ár. Vegna fjölda í árgögnum hjá okkur getum við því miður ekki boðið foreldrum að koma, hvorki á skólaslit ná á útskrift. 

Foreldrar/forráðamenn munu þó geta horft á beint streymi frá öllum athöfnunum. Hlekkur mun koma á heimasíðu skólans.

Skólaslit 8. bekkja eru kl. 9:00. Nemendur mæta í Gryfjuna og fara svo í heimastofu að athöfn lokinni.
Skólaslit 9. bekkja eru kl. 10:00. Nemendur mæta í Gryfjuna og fara svo í heimastofu að athöfn lokinni.
Útskrift 10. bekkja eru kl. 17:00. Nemendur mæta í Gryfjuna og fara svo í heimastofu að athöfn lokinni.


Þrátt fyrir fjarveru foreldra/forráðamanna frá útskriftarhátíðinni verður hún jafn hátíðleg og undanfarin ár, með ræðum, tónlistaratriði og afhendingu viðurkenninga. 

Til baka
English
Hafðu samband