COVID-19 í hnotskurn
Á þessari síðu mun skólinn halda til haga upplýsingum og leiðbeiningum vegna COVID-19 útbreiðslu á Íslandi og þeirra aðgerða sem grípa þarf til í Garðaskóla.
- Lykilskilaboð um starf í skólum eru í bæklingi á vef stjórnarráðsins: http://stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5cf16b5a-678f-11ea-945f-005056bc4d74. Yfirlit um öll tilmæli um breytingar á skólastarfi vegna COVID-19 er á https://www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/spurt-og-svarad-skolastarf-a-neydarstigi-almannavarna/.
- Samkomubann og börn, leiðbeiningar til foreldra frá Almannavörnum (pdf)
- Almennur upplýsingavefur um COVID-19 var opnaður 13. mars: https://www.covid.is/.
On this site we will update relevant information about COVID-19 and changes in school work because of the ban on public gatherings.
- Information about COVID-19 in multiple languages: https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/information-about-covid-19-in-multiple-languages-1?fbclid=IwAR0eqTv--zGgiM6lfnmWTYvj3X1UjU_m6QI__vJ8lQcSsK_mA-oZoyvN-WI
- Q&A about school restrictions due to COVID-19: https://www.government.is/default.aspx?PageID=7e2094c3-9b31-4555-afb7-2f953a01320c
- How to cope with stress in times of COVID-19 (English version in pdf file)
- Children and the ban on gatherings (English version in pdf file)
- Pytania i odpowiedzi dotyczące ograniczeń szkolnych z powodu COVID-19: https://www.government.is/default.aspx?PageID=f131ccbb-4e8f-45a8-9d36-30a703624c3b
- Jak radzić sobie ze stresem w czasach COVID-19 (Wersja polska w pliku pdf)
Kennarar í Garðaskóla nota Innu og Google Classroom til að senda nemendum og foreldrum skilaboð um námið:
INNA - HEIMAVINNA:
- Hér er skráð heimavinna + stuttar og skýrar upplýsingar um verkefnaskil/próf undir viðkomandi degi.
- Vísað til INNA - EFNI og/eða CLASSROOM fyrir nánari upplýsingar.
INNA - EFNI:
- Hér eru nánari upplýsingar um tiltekið verkefni/próf (t.d. gátlistar og skjöl með leiðbeiningum).
GOOGLE CLASSROOM:
- Hér eru nánari upplýsingar um tiltekið verkefni.
- Einnig hefðbundinn "skilakassi" fyrir verkefni.
Náms- og starfsráðgjafar Garðaskóla halda utan um gagnlegar leiðbeiningar á nýrri síðu á vef Garðaskóla: Verkfærakista í sjálfstæðu námi
Uppfærð stundatafla nemenda frá 13. apríl til 1. maí 2020 / School schedule 13.4-1.5.2020 / Plan zajęć szkolnych od 13.4-1.5.2020 r: http://gardaskoli.is/forsida/frettir/frett/2020/03/17/Stundaskra-nemenda-18.-mars-3.-april/
Nemendur mæta annan hvern dag, umsjónarkennarar láta vita hvor hópur mætir hvaða dag.
Nemendur þurfa að athuga sérstaklega vel:
- Munið að koma með ritföng og námsgögn. Veljið hvaða bækur þið komið með í skólann og skiptið um bækur milli daga. Ef allt er í töskunni þá er hún alltof þung.
- Fylgið hertum reglum um hreinlæti og fjarlægð í samskiptum. Skólinn hefur skipt nemendum og kennurum í hópa, engin samskipti eiga að vera milli hópanna, t.d. milli nemenda í 9. og 10. bekk.
- Þið hittið umsjónarkennara á hverjum degi og hann aðstoðar ykkur að vera í samskiptum við aðra kennara.
- Ýmislegt fellur niður: frímínútur, matur, sund, list- og verkgreinar, valgreinar.
- Bókasafn verður lokað en unnið er að því að koma útlánum á bókum út í umsjónarstofurnar.
Foreldrar þurfa að athuga sérstaklega vel:
- Tilkynnið forföll í Innu, sjá leiðbeiningar á vef skólans: http://gardaskoli.is/hagnytt/inna/leidbeiningar-fyrir-innu/
- Fylgist vel með skilaboðum frá kennurum um námið og aðstoðið unglinginn ykkar eftir bestu getu. Kennarar senda nemendum boð í Innu og Google Classroom. Á næstu dögum munum við bæta inn umræðuhópum til að auka samskipti nemenda við fagkennara.
- Passið upp á grundvallaratriðin: daglega rútínu, hollt mataræði, góða hreyfingu og nægan svefn. Talið við unglinginn ykkar og skoðið hvaða verkefni hann er að vinna heima.
Skólaakstur úr Urriðaholti fellur niður í samkomubanni. Notendur þurfa að sækja leigubílakort til skóladeildar Garðabæjar.
Stjarnan og UMFÁ hafa fellt niður allt íþróttastarf sitt á meðan samkomubann er í gildi.
Bréf almannavarna til nemenda og foreldra 12. mars 2020: COVID-19_bréf almannavarna til foreldra 11.3.2020.pdf (pdf)
Letter to parents and students March 12th 2020: COVID-19_bréf almannavarna til foreldra ENGLISH letter to parents 11.3.2020.pdf (pdf)
List w sprawie COVID-19 w języku polskim 2020.03.12: COVID-19_bréf almannavarna til foreldra POLISH letter to parents 11.3.2020.pdf (pdf)