Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

COVID-19 í hnotskurn

13.03.2020 10:41
COVID-19 í hnotskurn

Á þessari síðu mun skólinn halda til haga upplýsingum og leiðbeiningum vegna COVID-19 útbreiðslu á Íslandi og þeirra aðgerða sem grípa þarf til í Garðaskóla.

On this site we will update relevant information about COVID-19 and changes in school work because of the ban on public gatherings. 

 

 

 

 

Kennarar í Garðaskóla nota Innu og Google Classroom til að senda nemendum og foreldrum skilaboð um námið:

INNA - HEIMAVINNA:
  • Hér er skráð heimavinna + stuttar og skýrar upplýsingar um verkefnaskil/próf undir viðkomandi degi.
  • Vísað til INNA - EFNI og/eða CLASSROOM fyrir nánari upplýsingar.
INNA - EFNI: 
  • Hér eru nánari upplýsingar um tiltekið verkefni/próf (t.d. gátlistar og skjöl með leiðbeiningum).
GOOGLE CLASSROOM:
  • Hér eru nánari upplýsingar um tiltekið verkefni.
  • Einnig hefðbundinn "skilakassi" fyrir verkefni.

 

Náms- og starfsráðgjafar Garðaskóla halda utan um gagnlegar leiðbeiningar á nýrri síðu á vef Garðaskóla: Verkfærakista í sjálfstæðu námi

 

 

 

Uppfærð stundatafla nemenda frá 13. apríl til 1. maí 2020 / School schedule 13.4-1.5.2020 / Plan zajęć szkolnych od 13.4-1.5.2020 r: http://gardaskoli.is/forsida/frettir/frett/2020/03/17/Stundaskra-nemenda-18.-mars-3.-april/

Nemendur mæta annan hvern dag, umsjónarkennarar láta vita hvor hópur mætir hvaða dag.

Nemendur þurfa að athuga sérstaklega vel:

  • Munið að koma með ritföng og námsgögn. Veljið hvaða bækur þið komið með í skólann og skiptið um bækur milli daga. Ef allt er í töskunni þá er hún alltof þung.
  • Fylgið hertum reglum um hreinlæti og fjarlægð í samskiptum. Skólinn hefur skipt nemendum og kennurum í hópa, engin samskipti eiga að vera milli hópanna, t.d. milli nemenda í 9. og 10. bekk.
  • Þið hittið umsjónarkennara á hverjum degi og hann aðstoðar ykkur að vera í samskiptum við aðra kennara.
  • Ýmislegt fellur niður: frímínútur, matur, sund, list- og verkgreinar, valgreinar.
  • Bókasafn verður lokað en unnið er að því að koma útlánum á bókum út í umsjónarstofurnar.

Foreldrar þurfa að athuga sérstaklega vel:

  • Tilkynnið forföll í Innu, sjá leiðbeiningar á vef skólans: http://gardaskoli.is/hagnytt/inna/leidbeiningar-fyrir-innu/ 
  • Fylgist vel með skilaboðum frá kennurum um námið og aðstoðið unglinginn ykkar eftir bestu getu. Kennarar senda nemendum boð í Innu og Google Classroom. Á næstu dögum munum við bæta inn umræðuhópum til að auka samskipti nemenda við fagkennara.
  • Passið upp á grundvallaratriðin: daglega rútínu, hollt mataræði, góða hreyfingu og nægan svefn. Talið við unglinginn ykkar og skoðið hvaða verkefni hann er að vinna heima.

Bréf skólastjóra til nemenda og foreldra 17. mars 2020: hrós, stundaskrá, umgengni og viðveruskráning (pdf)

Bréf skólastjóra um skipulag skólahalds í Garðaskóla á meðan á samkomubanni stendur, sent heim 16. mars 2020 (pdf)

 

 

 

Skólaakstur úr Urriðaholti fellur niður í samkomubanni. Notendur þurfa að sækja leigubílakort til skóladeildar Garðabæjar. 

Stjarnan og UMFÁ hafa fellt niður allt íþróttastarf sitt á meðan samkomubann er í gildi.

 

 

 

Bréf almannavarna til nemenda og foreldra 12. mars 2020: COVID-19_bréf almannavarna til foreldra 11.3.2020.pdf (pdf)

Letter to parents and students March 12th 2020: COVID-19_bréf almannavarna til foreldra ENGLISH letter to parents 11.3.2020.pdf (pdf)

List w sprawie COVID-19 w języku polskim 2020.03.12: COVID-19_bréf almannavarna til foreldra POLISH letter to parents 11.3.2020.pdf (pdf)

Til baka
English
Hafðu samband