Orðaþrenna vikunnar
Orðaþrenna vikunnar er nýtt verkefni í Garðaskóla, tilgangur þess er að auðga orðaforða nemenda og efla lesskilning. Þrjú orð eru tekin fyrir vikulega og fara umsjónarkennarar yfir þýðingu orðanna með nemendum í fyrsta yndislestrartíma vikunnar. Nemendur eru hvattir til að nota orðin og þau eru einnig sýnileg á göngum skólans og í öllum kennslustofum.
Að viku liðinni eru ný orð valin og svo koll af kolli. Orðin eiga það sameiginlegt að heyrast ekki oft í daglegu tali en eru algeng í lesmáli og einkenna tal þroskaðra málnotenda.
Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að taka þátt í verkefninu með okkur en góður orðaforði er lykillinn að lesskilningi og farsælu námsgengi. Sum orðin hafa margræða merkingu og geta skapað skemmtilegar umræður.
Vika 1: réttlæta, deila, útkljá
Vika 2: áætla, vanáætla, andvarpa
Vika 3: Auður, auður
Vika 4: sameina, sundra, ílát
Vika 5: margbreytileiki, framandi, jafnrétti