Vel heppnað Jafnréttisþing
Fáum við öll jöfn tækifæri í samfélaginu og höfum við möguleika á jafnmiklu valdi og jafnsterkri rödd og allir aðrir? Óháð því hver eða "hvernig" við erum? Er misrétti í Garðaskóla? Hvernig þá, og hvað væri þá hægt að gera til að bregðast við því?
Þetta eru á meðal þeirra fjölmörgru spurninga sem velt var vöngum yfir á Jafnréttisþingi Garðaskóla sem haldið var í gær, 20. nóvember. Nemendur virtust bæði fræðast og njóta á þinginu okkar, enda fengu þau líflega fræðslu og tóku þátt í umræðum um jafnrétti á víðum grundvelli.
Eftir opnunarerindi frá tónlistarmanninum Króla fóru krakkarnir á hinar ýmsu málstofur, m.a. hjá Samtökunum ´78, Amnesty International, No Borders, Freyja Haraldsdóttir frá Tabú sagði sína sögu, sömuleiðis manneskja sem reynslu hefur af fátækt og forvitni um bakgrunn sinn sökum hörundslitar. Allir nemendur fengu svo fræðslu um karlmennsku sem getur hreinlega verið hættuleg og tóku þátt í svokölluðu "kaffihúsaspjalli" um ýmsa fleti jafnréttis.
Jafnréttisþing Garðaskóla var nú haldið í þriðja sinn, það fyrsta árið 2016, og ljóst er að það er komið til að vera. Myndir má sjá í myndasafninu á heimsíðu.