Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jafnréttisþing Garðaskóla 2019

18.11.2019 09:27
Jafnréttisþing Garðaskóla 2019

Jafnréttisþing Garðaskóla verður haldið í þriðja sinn nk. miðvikudag, 20. nóvember. Fulltrúar ýmissa félagasamtaka og verkefna segja þar frá starfi sínu og baráttu. Upplegg þingsins er jafnrétti á víðum grundvelli, t.d. út frá kyni, kynhneigð, kynþætti, efnahag, fötlun, o.fl. Sú nýjung verður að þessu sinni að fá nemendur meira inn í spjall um jafnrétti með svokölluðu "kaffihúsaspjalli" í Gryfjunni okkar. Foreldrar eru velkomnir að taka þátt í þinginu. Það hefst kl. 9 (nemendur mæta 8:30 stundvíslega í umsjónarstofur) og stendur til 13:30.

Til baka
English
Hafðu samband