Haustferð 8. bekkja
Dagana 6.-8. nóvember eru Gagn og gaman dagar í Garðaskóla, en þá brjótum við upp hefðbundið skólastarf. Hluti af dagskrá þessara daga er að fara með 8. bekk í skálaferð í Bláfjöll þar sem gist er í eina nótt. Árgangnum er tvískipt í þessa ferð; fyrri hópurinn fer 6. nóvember en sá síðari 7. nóvember. Komið er til baka um hádegi daginn eftir. Umsjónarkennarar kynna nánari tímasetningar í hverjum bekk.
Þann dag sem farið er af stað eiga nemendum að mæta í Garðaskóla kl. 9:30 og lagt verður af stað kl. 10:00. Nemendur mæta beint með dótið sitt út í rútu og taka kennarar manntal þar.
Kostnaður vegna ferðarinnar er 3.800 kr. Innifalið í því er gisting í skálanum og pizza og gos um kvöldið. Skólinn ber kostnaðinn af rútuferðunum.
Stofnuð hefur verið krafa í heimabanka fyrir ferðinni hjá þeim sem skráður er forráðamaður 1 í INNU. Krafan fellur niður sjálfkrafa sé hún ekki greidd. Þeir nemendur sem ekki ætla í ferðina munu taka þátt í Gagn og gaman dögum í Garðaskóla með öðrum hætti. Mikilvægt er að þeir sem ætla í ferðina greiði kröfuna sem fyrst.
Nemendur þurfa að nesta sig sjálfir að öðru leyti. Gera þarf ráð fyrir einum hádegismat og einum morgunmat og það sem viðkomandi ætlar að borða á milli mála. Við vekjum athygli á því að orkudrykkir eru ekki leyfðir í ferðinni.
Við förum í hellaskoðunarferð og leiki ásamt því að nemendur verða með kvöldvöku.
Upplýsingar um farangur (ekki tæmandi listi heldur ábending):
- Ein lítil taska og svo svefnpoki eða sæng (alls ekki koma með stóra tösku með sænginni ofan í því það er ekki pláss fyrir svoleiðis töskur í skálanum)
- Hlífðarfatnaður og góðir skór (spáin er þannig að það skiptir miklu máli að vera rétt klædd)
- Húfu og vettlinga (mikilvægt að hafa vettlinga í hellaferðinni)
- Aukaföt (ef þið blotnið)
- Sokka og nærföt til skiptanna
- Náttföt
- Inniskór (ekki nauðsynlegt en gott að hafa því gólfið getur verið kalt)
- Tannbursti og tannkrem
- Vasaljós eða höfuðljós (sniðugt í hellaskoðunarferðina)
- Lítinn bakpoka og vatnsflösku til að hafa með í gönguferðina
- Góða skapið
Mikilvægt er að muna að allar skólareglur gilda í ferðum á vegum skóla. Alvarleg brot á skólareglum geta varðað brottvísun úr ferðinni og þurfa foreldrar þá að vera tilbúnir að sækja börn sín.
Kær kveðja,
Kennarar 8. bekkja.