Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samverustundir 8. bekkinga og forráðamanna

17.10.2019 07:45
Samverustundir 8. bekkinga og forráðamanna

Garðaskóli býður nemendum og forráðamönnum þeirra til samverustundar í október og nóvember. Forráðamenn munu hitta námsráðgjafa og aðstoðarskólastjóra á meðan nemendur undirbúa léttan kvöldverð, súpu og brauð. Að því loknu tekur við samverustund með leikjum, mat og spjalli. Allar samverustundirnar verða milli kl. 18 og 20 en dagsetningarnar eru mismunandi eftir bekkjum. Upplýsingar um skráningu verða sendar í tölvupósti á aðstandendur hvers bekkjar.

Þriðjudagurinn 22. október                                    8.BJ
Miðvikudagurinn 23. október                                8. GÞF
Þriðjudagurinn 29. október                                    8. DS
Miðvikudagurinn 30 október                                 8.SÁ
Þriðjudagurinn 12. nóvember                                8.RBÞ
Þriðjudagurinn 19. nóvember                                8.HS
Miðvikudagurinn 20. nóvember                            8.KG            

Markmið þessarar samverustundar er að ýta undir sterk og jákvæð samskipti milli allra aðila; skóla, forráðamanna og nemenda. Við leggjum því ríka áherslu á að allir mæti.

Skólinn býður þeim sem á þurfa að halda upp á barnapössun sér að kostnaðarlausu meðan á samverustundinni stendur. Barnapössunin verður í höndum nemenda í 10. bekk.

Til baka
English
Hafðu samband