Laus sæti í nemendaráði Garðaskóla
Við óskum eftir áhugasömum 8. bekkingum til starfa í nemendaráð Garðaskóla skólaárið 2019 - 2020.
Í nemendaráði sitja þeir fulltrúar nemenda sem hafa áhuga á sinna hagsmunagæslu og velferðarmálum nemenda í Garðaskóla. Nemendaráð, í samstarfi við stjórnendur og annað starfsfólk skólans, vinnur að því að gera góðan skóla enn betri. Nemendaráðið ber ábyrgð á því að sjónarmið nemenda í Garðaskóla berist stjórnendum skólans. Þetta er ábyrgðarhlutverk en líka mjög gefandi því á þessum vettvangi fá nemendur tækifæri til að koma hlutum í verk.
Dæmi um verkefni sem nemendaráð hefur unnið eru:ábendingar til kennara um áhugaverðar valgreinar
- hafragrautur í boði skólans
- sófar í mörg rými skólans
-
jafnréttisstefna skólans
-
símalaus dagur/spil og leiktæki í rými skólans
-
samantekt og úrvinnsla á hugmyndum nemenda skólans um það sem má bæta í skólastarfinu
-
komið hugmyndum á framfæri til aðila sem tengjast skólanum s.s. arkitekta, garðyrkjustjóra, foreldraráðs, skóladeildar og mötuneytis
- samstarf við ýmis ráð og nefndir skólans
Nemendaráð fundar ca 1-2 sinnum í mánuði. Fundartími er yfirleitt á hádegi eða á umsjónartíma.
Í nemendaráði þurfa að sitja fulltrúar beggja kynja og allra árganga.
Þeir sem hafa áhuga á að starfa í nemendaráði er bent á að sækja um með því að senda tölvupóst: gs-nemendarad@gbrskoli.is
Nánari upplýsingar hjá aðstoðarskólastjóra.