Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Garðaskóli þátttakandi í Erasmus+ verkefni

10.09.2019 10:06
Garðaskóli þátttakandi í Erasmus+ verkefni

Garðaskóli hefur fengið Erasmus+ styrk til tveggja ára vegna verkefnisins „Smart Travelling around Europe: A Youth Guide for Sustainable Tourism". Um er að ræða samstarfsverkefni milli Garðaskóla og skóla í Finnlandi, Grikklandi, Þýskalandi, á Spáni og Ítalíu. Nemendur í 9. bekk eiga möguleika á að sækja um þátttöku og þar með heimsækja nemendur frá hinum þátttökulöndunum og síðar taka á móti þeim. 

Verkefnið felst í því að gera nemendur meðvitaða um þær hættur sem steðja að jörðinni okkar, svo sem vegna hlýnandi loftslags og öfga í félagslegum og efnahagslegum aðbúnaði fólks eftir búsetu. Ætlunin er að gera nemendur meðvitaðri um hvernig verið er að vinna að umhverfismálum í þeirra eigin landi sem og á heimsvísu og hvetja þá til þess að bera ábyrgð á umhverfi sínu og huga að sjálfbærni.

Útfærsla verkefnisins er á þá leið að nemendur búa til rafræna ferðahandbók þar sem áhersla er á að gera ferðamönnum kleift að ferðast á umhverfisvænan máta. Nemendur fræðast þannig í leiðinni um ferðamannaiðnaðinn í eigin landi og mikilvægi hans fyrir efnahag, atvinnu og velferð. Ferðahandbók Garðaskóla mun leggja áherslu á græna orku og umhverfisvæna nýtingu orkuauðlinda og er ætlunin að dreifa QR kóða á staði þar sem ferðamenn koma til að fá upplýsingar.

Það eru spennandi tímar framundan í Garðaskóla.

Til baka
English
Hafðu samband