Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Námskynningar á fimmtudaginn

02.09.2019 08:07
Námskynningar á fimmtudaginn

Fimmtudaginn 5. september býður Garðaskóli foreldrum/forráðamönnum á námskynningu í skólanum. Kynningin er tvískipt; annars vegar með umsjónarkennara inni í stofu og hins vegar á sal skólans þar sem hver faggrein verður með kynningarbás. Námsráðgjafar og skólastjórnendur verða einnig viðstaddir til að svara spurningum. Ítarlegri upplýsingar um skipulag námskynninga í hverjum árgangi hafa verið sendar í tölvupósti.

Meðan námskynningin fer fram verða nemendur heima. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá kl. 9:25.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll.

Til baka
English
Hafðu samband