Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tilvonandi nemendur í heimsókn í Garðaskóla

02.05.2019 08:05
Tilvonandi nemendur í heimsókn í Garðaskóla

Hefð er fyrir því að tilvonandi 8. bekkingar úr öðrum grunnskólum í Garðabæ komi í heimsókn í Garðaskóla að vori. Nemendaráðgjafar skólans spila stórt hlutverk í móttökunni en eftir stutta kynningu á sal er 7. bekkingunum skipt upp í hópa og farin er sýnisferð um húsið og aðstöðuna. 

Nemendur úr Flataskóla komu við í dag og á morgun, föstudaginn 3. maí koma nemendur Hofstaðaskóla. Starfsfólk og nemendur Garðaskóla hlakka mikið til að taka á móti þessum nýju nemendum í ágúst.

 

 

Til baka
English
Hafðu samband