Skólatónleikar í Garðaskóla
23.04.2019 08:30
Skólatónleikar í Garðaskóla er árlegur viðburður þar sem nemendur skólans, margir hverjir einnig skráðir í Tónlistarskóla Garðabæjar, stíga á stokk og flytja fjölbreytt efni fyrir samnemendur sína. Síðustu ár hefur sú hefð einnig myndast að nemendur skráðir í valfagið Hljóðfæri og hljómsveitarkennsla flytji 1-2 lög.
Kennarar frá Tónlistarskóla Garðabæjar halda utan um dagskrána og í ár var m.a. boðið upp á harmonikku, trompet og gítarleik, auk áðurgreinds valfags sem myndaði hljómsveit með ýmsum hljóðfærum. Góð stemmning myndaðist í salnum og var það sameiginlegt álit viðstaddra að tónleikarnir hefðu verið sérstaklega vel heppnaðir í ár.