Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Garðskælingar sigursælir í stærðfræðikeppni grunnskólanna

08.04.2019 11:42
Garðskælingar sigursælir í stærðfræðikeppni grunnskólanna

Menntaskólinn í Reykjavík heldur árlega grunnskólakeppni í stærðfræði. Keppnin er ætluð nemendum í 8.-10. bekk og sett á laggirnar til að auka samstarf menntaskólans við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu auk þess að efla áhuga nemenda á stærðfræði.

Garðskælingar létu sig auðvitað ekki vanta frekar en fyrri daginn og þegar úrslit voru kunngerð stóð Garðaskóli uppi með nokkra nemendur á topp 10 lista hvers árgangs. Þar á meðal fyrsta sætið í 9. bekk og 10. bekk en þau hrepptu Oliver Sanchez 10. RÁG og Leifur Már Jónsson 9.GRG.

Garðaskóli óskar öllum þátttakendur innilega til hamingju með árangurinn.

Til baka
English
Hafðu samband