Foreldraspjall í 10. bekk í kvöld
Foreldrafélag Garðaskóla stendur fyrir foreldraspjalli í 10.bekk í Garðaskóla í kvöld, fimmtudaginn 26. apríl kl. 20:00-21:30. Markmið fundarins er að hvetja foreldra til að ræða saman um skólann, forvarnir, heilsu og samskipti nemenda.
Fundurinn era haldinn með þjóðfundasniði þar sem fimm umræðuefni eru tekin fyrir og fólk flakkar á milli borða og svarar nokkrum spurningum og ræðir málin.
Í 10. bekk er áherslan lögð á að ræða skilin milli grunn- og framhaldsskóla, hvernig foreldrar geta haldið áfram að halda þétt utan um börnin, sýna þeim aðhald og stuða að forvörnum. Einnig verður litið aðeins um öxl og foreldrar fá tækifæri til þess að tjá sig um það hvernig skólanum hefur gengið að undirbúa nemendur undir framhaldsnám, hvað gekk vel og hvar skólinn getur bætt sig.
Foreldrafélagið og skólinn binda vonir við að þátttaka verði góð og að loknum þessum fundum verða hugmyndir foreldra teknar saman og sendar öllum foreldrum.