Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listadagar í Garðaskóla að hefjast

21.04.2018 19:25
Listadagar í Garðaskóla að hefjast

Listadagar verða haldnir í Garðaskóla dagana 23.-25. apríl næstkomandi. Skólastarf verður með óhefðbundnu sniði þessa daga og fá nemendur tækifæri til að taka þátt í margvíslegum list- og menningartengdum verkefnum, þvert á fög og stundaskrár. 

Allir nemendur mæta kl. 8:10 mánudaginn 23. apríl en skólastarf hefst kl. 9:50 þriðjudag og miðvikudag. Kennt verður samkvæmt stundaskrá fimmtudag og föstudag.

Árshátíð nemenda verður þriðjudaginn 24. apríl en hópur nemenda starfar af fullum krafti við undirbúning hennar á Listadögum. Húsið opnar kl 19.00 og lýkur hátíðinni kl 23.00.

Til baka
English
Hafðu samband