Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldraspjall í Garðaskóla

20.04.2018 09:40
Foreldraspjall í Garðaskóla

Garðaskóli og stjórn foreldrafélags Garðaskóla bjóða í sameiningu til spjallkvölds með foreldrum 10. bekkjar annars vegar og 8. og 9. bekkjar hins vegar. Markmiðið er að hittast, eiga saman skemmtilegt kvöld, og spjalla saman um það sem fram undan er.

Spjallkvöld foreldra 10. bekkjar verður haldið næstkomandi fimmtudagskvöld 26. apríl kl. 20:00-21:30 og spjallkvöld foreldra í 8. og 9. bekk verður fimmtudaginn 3. maí kl. 20:00-21:30.   

Formleg dagskrá beggja kvöldanna er eftirfarandi:

  1. Stutt kynning á fyrirkomulagi fundarins og efni umræðna
  2. Umræður með “world café” fyrirkomulagi
  3. Kaffi og spjall
  4. Fundarstjóri kynnir samantekt á niðurstöðum

Að lokinni dagskrá verður tækifæri fyrir frekara spjall fyrir þá sem vilja.

Til baka
English
Hafðu samband