Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Menntamálastofnun fellir niður samræmt próf í íslensku

07.03.2018 10:46

Kæru nemendur og forráðamenn

Samræmt próf í íslensku sem hefjast átti í hádeginu í dag fellur niður skv. tilmælum frá Menntamálastofnun. Vinnustofa í stærðfræði fyrir nemendur í 9. bekk er í stofu 107 kl. 12.30 skv. áður auglýstri dagskrá.

Nemendur sem taka áttu prófið fyrir hádegi lentu í morgun í miklum vandræðum með að opna prófin sín. Ástæðan er álag á prófakerfi Menntamálastofnunar sem réði ekki við verkefnið, sjá frétt á vef MMS. Stór hópur nemenda í Garðaskóla náði að lokum að hefja prófið og þeim gengur nú vel að vinna það. Við bíðum ennþá svara um hvort og þá hvernig aðrir nemendur taka íslenskuprófið seinna í vor.

Við viljum hrósa nemendum fyrir þolinmæði við erfiðar aðstæður í morgun. Gaman var að sjá þá setjast að tafli og eiga góð samtöl á meðan beðið var svara frá Menntamálastofnun vegna þeirra vandræða sem birtust í vefprófunum. Þeim nemendum sem enn sitja að prófi er boðið í hádegisverð hjá Skólamat að því loknu.

Samræmt próf í stærðfræði er á dagskrá á morgun, fimmtudaginn 8. mars, skv. áður auglýstri áætlun.

Með samstarfskveðju,

Stjórnendur og starfsfólk Garðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband