Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tölum saman um kynlíf

28.02.2018 23:01
Tölum saman um kynlíf

Miðvikudagskvöldið 28. febrúar kom góður hópur nemenda í 8. bekk saman í upplýsingaverinu ásamt foreldrum sínum til að taka þátt í fræðslu undir heitinu "Tölum saman". Verkefnið Tölum saman er skipulagt af tveimur félagsráðgjöfum og hjúkrunarfræðingi sem leggja áherslu á mikilvægt hlutverk foreldra í kynfræðslu barna sinna og unglinga. Í fyrirlestrum og umræðu kom m.a. fram að afslappað og heiðarlegt samtal barna við foreldra sína um kynlíf og margvíslegar hliðar þess styður unglinga til þess að taka sjálfstæðar og ígrundaðar ákvarðanir þegar þau taka sín fyrstu skref í þessum efnum. Því seinna sem unglingur byrjar að stunda kynlíf því líklegra er að það sé á hans eigin forsendum, hann njóti þess og mun minni líkur eru á að viðkomandi sjái eftir atburðinum. Nemendur og foreldrar báru saman hvað þeim finnst mikilvægast að fræðast um á sviði kynfræðslu og mikill samhljómur var milli hópanna.

Við þökkum nemendum og foreldrum fyrir góða mætingu og frábæra vinnu.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband