Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Læsi í víðum skilningi á jólabókaflóði Garðaskóla

19.12.2017 21:13
Læsi í víðum skilningi á jólabókaflóði Garðaskóla

Miðvikudaginn 19. desember, næstsíðasta skóladag fyrir jólafrí, var uppbrotsdagur í Garðaskóla í tengslum við eflingu læsis. Fjölbreyttar vinnustofur voru í boði fyrir alla árganga en auk þess fóru allir 10. bekkingar á vinnustofu í fjármálalæsi á vegum Fjármálavits.

Áhersla var lögð á eflingu orðaforða og færni í samskiptum í takt við almenna jólagleði. Nemendur spiluðu meðal annars borðspil og skrafl, bökuðu piparkökur, leystu krossgátur og sungu jólalög með tilþrifum. Hægt er að sjá myndir frá þessum skemmtilega uppbrotsdegi í myndasafni skólans. 

Til baka
English
Hafðu samband