Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Garðaskóli á afmæli - dagskrá föstudaginn 10. nóvember

09.11.2017 12:25
Garðaskóli á afmæli - dagskrá föstudaginn 10. nóvember

Garðaskóli fagnar 51 árs afmæli sínu laugardaginn 11. nóvember næstkomandi. Af því tilefni eiga nemendur að mæta spariklæddir og hefðbundið skólastarf brotið upp milli kl. 10:25 og 13:15 á morgun, föstudaginn 10. nóvember. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá kl. 13:20.

Dagskrá:
10:25-10:45 Sparinesti hjá bekkjum í yndislestratímanum.

10.45-12:30 Nemendur í Félagsmálavali sækja umsjónarbekki í umsjónarstofur og fylgja þeim yfir í Ásgarð þar sem skemmtileg afmælisdagskrá verður í boði.

12:30-13:15 Pizza í matinn hjá þeim sem eru skráðir í mat á föstudögum hjá Skólamat. Aðrir hafa haft tækifæri til að kaupa pizzumiða hjá Skólamat í dag - ekki er hægt að kaupa miða á morgun, föstudag.

13:20 Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá!

Til baka
English
Hafðu samband