Skálaferð 8. bekkinga á Gagn og gaman
03.11.2017 14:40
Nú líður að lokum Gagn og gaman daga í Garðaskóla. Hópar hafa skilað sér í hús, vöfflujárnin hreinsuð og kertin tilbúin.
Allir 8. bekkirnir fóru í skálaferð í Bláfjöll á Gagn og gaman dögum. Tvískiptir hópar gistu í Breiðabliksskálanum og skemmti sér einstaklega vel. Margt var gert t.d. farið í hellaskoðun og ratleik og síðan var kvöldvaka þar sem nemendur sáu um skemmtiatriði og leiki.
Einnig var mikið fjör þegar byrjaði að snjóa í ferð 8. EE, 8. GRG, 8. RS og 8. SR og krakkarnir skelltu sér út í snjóinn. Svakalega skemmtileg ferð sem heppnaðist vel. Hér er linkur á myndband úr skálaferðinni fyrrgreindra 8. bekkja: https://quik.gopro.com/v/rbe2VOjYpk/
Myndir úr fjölbreyttu hópastarfi má sjá í myndasafni á heimasíðu skólansMyndir úr fjölbreyttu hópastarfi má sjá í myndasafni á heimasíðu skólans.