Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Undirbúningur fyrir Gagn og gaman hafinn

17.10.2017 16:39
Undirbúningur fyrir Gagn og gaman hafinn

Foreldrar og nemendur á leið á samráðsfund með umsjónarkennara voru áberandi á göngum Garðaskóla í dag. Önnur mikilvæg verkefni voru þó líka á dagskrá því nemendur í Félagsmálavali unnu hörðum höndum við að draga í Gagn og gaman hópa. 

Félagsmálafræðin gengur út á að búa til öflugt, gott og fjölbreytt félagslíf nemenda í Garðaskóla og verkefni hópsins efla leiðtogahæfni, félagslega hæfileika og mannleg samskipti.

Allir nemendur Garðaskóla skiluðu inn valblöðum fyrir hópastarf í síðustu viku, en mikið verk getur verið að raða þeim í hópa svo öllum líki. Byrjað er á að rugla blöðunum svo tilviljanakennt er hvernig raðast inn. Eftir að röðin hefur verið ákveðin þarf að slá allar upplýsingarnar inn í tölvu og vonandi koma til móts við áhuga allra.

 

 

Til baka
English
Hafðu samband