Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýjar veggmyndir í Gryfjunni

12.10.2017 13:06
Nýjar veggmyndir í Gryfjunni

Mikilvægur hluti af þroska hvers einstaklings er að fá tækifæri til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Með það í huga var nýlega málað yfir myndirnar sem prýtt hafa veggi Gryfjunnar síðustu ár og nýjar farnar að taka á sig mynd.

Það er hópur nemenda í myndlistavali í 9. og 10. bekk sem hefur yfirumsjón með verkefninu, undir leiðsögn myndmenntakennara Garðaskóla. Notast er við mynd- og skjávarpa til að varpa viðfangsefninu upp veggina, útlínur teiknaðar og myndirnar svo málaðar. 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband