Nemendur í 9. og 10. bekk á framhaldsskólakynningu í Laugardalshöll
Föstudaginn 17. mars var nemendum í 9. og 10. bekk boðið í Laugardagshöllina en þar fór fram Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning. Allir skólar á landinu fengu boð um að koma á þessar kynningar sem stóðu yfir í þrjá daga.
26 framhaldsskólar kynntu námsframboð sitt, bæði bóklegt og verklegt. Náms- og starfsráðgjafar, kennarar og fulltrúar nemenda voru á staðnum og svöruðu fyrirspurnum um námið, félagslífið og inntökuskilyrði.
Á sama tíma fór fram Íslandsmót iðn- og verkreina sem að jafnaði er haldið á tveggja ára fresti. Nemendur okkar fengu tækifæri til að fylgjast með þessu unga fólki takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, fagmennsku og skipulagshæfileika. Einnig gafst þeim kostur á að snerta á og prófa hluti undir handleiðslu fagfólks í ýmsum greinum.
Nemendur Garðaskóla voru til fyrirmyndar í alla staði og hægt er að sjá myndir frá heimasókninni í myndasafninu.