Ferð á Sinfóníutónleika með Ara Eldjárn, 8. febrúar
Nk. miðvikudag, þ. 8. febrúar, munu nemendur Garðaskóla fara á tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Kynnir er Ari Eldjárn.
Ari Eldjárn kynnir vinsæl hljómsveitarverk sem margir þekkja úr öðru samhengi en af sinfóníutónleikum. Á skólatónleikunum hljómar klassísk tónlist úr kvikmyndum, m.a. Allegretto-kaflinn úr sjöundu sinfóníu Beethovens (úr myndinni The King's Speech), Dofrakonungs-kaflinn úr Pétri Gaut eftir Grieg (úr myndinni The Social Network), og Valkyrjureið Wagners (úr Apocalypse Now).
Nemendur mæta í skólann skv. stundaskrá, kl. 8:10.
Ath! Þeir nemendur sem ekki eru í tíma í fyrstu stund eiga að mæta beint í rútu merkta sínum umsjónarbekk, kl. 8:40.
Sjá nánar um sýninguna: http://www.sinfonia.is/fraedslustarf/skolatonleikar/grunnskolatonleikar/ari-eldjarn-og-sinfoniuhljomsveit-islands