Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Náms- og starfsfræðsla í 10. bekk, 19. og 20. janúar

16.01.2017 12:19
Náms- og starfsfræðsla í 10. bekk, 19. og 20. janúar

Á fimmtudag og föstudag verður náms- og starfsfræðsla í 10. bekk fram að hádegi báða dagana. Árgangurinn verður tvískiptur og má sjá nánari dagskrá hér að neðan.

19. janúar fimmtudagur

10. EE, ES og RS

Tækniskólinn býður öllum nemendum í 10. bekk Garðaskóla í heimsókn. Farið verður með rútum og er mæting í Garðaskóla kl. 8.30. Manntal tekið í rútu hjá umsjónarkennara. Áætluð heimkoma er um kl. 12.00 og kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá kl. 13.20 þennan dag. Boðið verður upp á kókómjólk og kleinu í Tækniskólanum en þeir sem þurfa meira nesti er bent á að taka það með sér.

10. RT,  og SR  

Fræðsla í Garðaskóla. Nemendur mæta kl. 8.50 í stofur 216 og 217. Nafnalistar hanga uppi við stofurnar og manntal tekið þar. 

Nemendur fá eftirfarandi kynningar:

  • Kynning á námsframboði framhaldsskóla og inntökuskilyrði – Námsráðgjafar
  • VR – kynning á réttindum og skyldum ungmenna á vinnumarkaði – starfsmenn frá VR 

Dagskrá lýkur um kl. 12.00, nem fá kaffitíma á milli fyrirlestra. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá kl. 13.20 þennan dag. 

20. janúar föstudagur

10. EE, ES og RS

Fræðsla í Garðaskóla. Nemendur mæta kl. 8.50 í stofur 216 og 217. Nafnalistar hanga uppi við stofurnar og manntal tekið þar. 

Nemendur fá eftirfarandi kynningar:

  • Kynning á námsframboði framhaldsskóla og inntökuskilyrði – Námsráðgjafar
  • VR – kynning á réttindum og skyldum ungmenna á vinnumarkaði – starfsmenn frá VR 

Dagskrá lýkur um kl. 12.00, nem fá kaffitíma á milli fyrirlestra. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá kl. 13.20 þennan dag. 

10. RT, SÁ og SR

Tækniskólinn býður öllum nemendum í 10. bekk Garðaskóla í heimsókn. Farið verður með rútum og er mæting í Garðaskóla kl. 8.30. Manntal tekið í rútu hjá umsjónarkennara. Áætluð heimkoma er um kl. 12.00 og kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá kl. 13.20 þennan dag. Boðið verður upp á kókómjólk og kleinu í Tækniskólanum en þeir sem þurfa meira nesti er bent á að taka það með sér. 

= = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = =

Opin hús framhaldsskólanna

Á heimasíðu Garðaskóla undir „Hagnýtar upplýsingar“ verður hægt að fylgjast með opnum húsum framhaldsskólanna sem hefjast í febrúar. Skjalið verður uppfært reglulega og því mikilvægt að fylgjast með þar.

Stór framhaldsskólakynning verður í Laugardagshöll um miðjan mars og munu nemendur fara á skólatíma með rútum. Einnig verður opið fyrir forráðamenn og verður þetta auglýst betur þegar nær dregur. 

Til baka
English
Hafðu samband