Heimavinnuaðstoð á Bókasafni Garðabæjar
Bókasafn Garðabæjar í samstarfi við Rauða krossinn í Garðabæ og Hafnarfirði bjóða grunnskólabörnum í 1. til 10. bekk í Garðabæ að koma á lesstofu safnsins Garðatorgi alla fimmtudaga frá kl 15-17 og fá aðstoð með heimanámið.
Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum taka á móti börnunum og aðstoða. Heimanámsaðstoðin kostar ekkert og það er ekki mætingaskylda. Börnin eru hvött til að nýta sér þægilega lesaðstöðu safnsins og fá um leið þá aðstoð með heimanám sem þau þurfa. Frístundabíllinn ekur þeim sem þurfa far úr skóla. Verkefnið er unnið að fyrirmynd Heilahristings sem er heimanámsaðstoð á vegum Borgarbókasafnsins og Reykjavíkurdeildar Rauða krossins.
Frekari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst á netfangið: margretsig@gardabaer.is eða í síma: 525 8550. Smellið hér ef þið viljið kynna ykkur Heilahristingsverkefnið www.heilahristingur.is
= = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = =
More information available by sending e-mail to margretsig@gardabaer.is or by phone: 525 8550.