Skartgripagerð, 9.-10. nóvember
Nemendur í skartgripagerð á Gagn og gaman dögum áttu saman frábærar stundir: „Í dag vorum við í skartgripagerð það var mjög gaman, enda flott tónlist hjá okkur og allir í góðu skapi. Það var mikið hægt að gera t.d búa til hálsmen, armbönd, og eyrnalokka. Það var hægt að mála kúlur í allskonar litum fyrir hálsmen. Það voru til margar perlur í öllum stærðum og litum við máluðum sjálf þá liti sem okkur fannst flottast. Margir bjuggu til jólagjafir fyrir mömmu sína. Í stofunni voru aðeins einn gul skæri og þau voru alltaf að týnast sem var frekar fyndið. Stelpur í 8 og 9 voru duglegastar að ganga frá eftir allt glimmerið.
Dagur tvö var mjög góður. Byrjuðum daginn á meiri skartgripagerð. Síðan tókum við strætó í Hafnarfjörð, þar skoðuðum við sýningu í Hafnarborg og fengum upplýsingar hjá safnstjóra. Síðan röltum við yfir til Siggu og Timo og fengum stutta og persónulega kynningu hjá Siggu en hún er eigandi búðarinnar. Loks fórum við á kaffihús og í ísbúðina áður en við forum heim og lögðum lokahönd á skartgripina.
Þetta var mjög skemmtilegur og líflegur hópur, áfram Gang og gaman.“ Hér að neðan má sjá myndir úr starfinu.