Margt á döfinni í Garðaskóla í næstu viku
21.10.2016 10:42
Í næstu viku er margt á döfinni í Garðaskóla og fer vel á að nemendur jafnt sem aðstandendur séu upplýstir um dagskrána:
Mánudaginn 24. október 2016 er skipulagsdagur í Garðaskóla og verður enginn skóli þann dag.
Þriðjudaginn 25. október 2016 fara margir drengir í 8. bekk í fermingarferð á vegum Vídalínskirkju. Það er á ábyrgð aðstandenda að sækja um leyfi vegna slíkra ferða. Skristofa tekur við leyfisbeiðnum aðstandenda vegna þessa, netfangið er gardaskoli@gardaskoli.is.
Fimmtudaginn 27. október 2016 mæta nemendur í umsjón, kl.8:40, en þá eiga þeir að skila valblaði vegna Gagn og gaman daganna. (Sjá nánari upplýsingar hér: http://gardaskoli.is/forsida/frettir/frett/2016/10/20/Gagn-og-gaman-2016-Valblod-og-lysingar-a-hopum/)