Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gagn og gaman 2016: Valblöð og lýsingar á hópum

20.10.2016 19:55
Gagn og gaman 2016: Valblöð og lýsingar á hópum

Í ár verða Gagn og gaman dagar haldnir dagana 7.-10. nóvember, sem einnig er afmælisvika skólans, en Garðaskóli fagnar 50 ára afmæli 11. nóvember 2016.

Á Gagn og gaman dögum verður uppbrot á skólastarfi og nemendum gefst tækifæri til að spreyta sig á óhefðbundnum og fjölbreytilegum námskeiðum.

Í umsjónartíma í dag fengu nemendur valblöð, til að fylla út óskir um hópaval á Gagn og gaman dögum. Nemendur fylla þau út og skila í umsjónartíma 27. október.

Hér má finna valblöðin og eins glærur með lýsingum á hópum.


   Valblöð:

   10. bekkur

   9. bekkur

   8. bekkur (KSS, KG, RÁG)

   8. bekkur (RBÞ, BJ, HT, SBG)

   Lýsingar á hópum

Nemendur eru hvattir til að skoða úrvalið og ræða valkostina við aðstandendur. 


Hagnýtar upplýsingar:

Hvernig á að fylla út valblaðið?

Í hverjum dálki, þ.e. fyrir sérhvern dag, á að forgangsraða hvaða hópa nemandinn kýs að vera í þann daginn, með tölustöfum á bilinu 1-6.

Ef þeir velja 2ja daga hóp í fyrsta vali, tilgreina þeir það í fyrri reitinn fyrir þann hóp og tilgreina jafnframt aðra kosti á báðum dögunum, ef ske kynni að þeir komist ekki í 2ja daga hópinn.

Með öðrum orðum: Í sérhverjum dálki verða allar tölur á bilinu 1-6 að koma fyrir.

Til baka
English
Hafðu samband