Aðgangur nemenda að þráðlausu neti Garðabæjar með eigin tæki
Nýtt þráðlaust net (BYOD) hefur verið tekið í notkun í Garðabæ fyrir nemendur og starfsmenn með eigin tæki. Aðgangi að þráðlausu gestaneti Garðabæjar hefur því verið lokað fyrir nemendur og starfsfólk.
Forráðamenn sækja um aðgang að BYOD netkerfinu í gegnum Minn Garðabær. Afgreiðsla umsóknar getur tekið nokkra virka daga. Til að komast inn á þráðlausa netið (BYOD), með eigin snjallsíma, spjaldtölvu eða fartölvu, nota nemendur sama notendanafn og lykilorð og veitir þeim aðgang að tölvukerfi skólans.
Með undirskrift samþykkja forráðamenn að tækið sé alfarið á ábyrgð nemenda og að tölvudeild Garðabæjar hafi leyfi til að kanna netnotkun nemenda, vakni grunsemdir um óeðlilega notkun á meðan tækin eru á þráðlausu neti Garðabæjar.
Nemendur og aðstandendur eru beðnir um að kynna sér tölvu- og netstefnu Garðaskóla á heimasíðu skólans þar sem einnig má finna verklagsreglur um notkun snjalltækja í kennslustundum. Brot á reglum um notkun á þráðlausu BYOD neti Garðabæjar getur afturkallað leyfi um aðgang