Útskrift 10. bekkjar
08.06.2016 18:47
Árleg útskrift 10. bekkjar var haldin í Garðaskóla í dag með pompi og prakt. Fínpússaðir nemendur mættu með foreldrum, systkinum, ömmum og öfum til að fagna þeim áfanga að hafa lokið grunnskóla og vera á leiðinni út í lífið.
Nemendur í 10. bekk og 9. bekk stigu á stokk með tónlistaratriði og fulltrúi nemenda hélt ræðu auk skólastjóra. Síðast en ekki síst voru viðurkenningar veittar fyrir framúrskarandi námsárgangur, sem og leiðtogahæfni og nemendastörf. Veisluborð í boði fjölskyldnanna sjálfra svignaði undan glæsilegum veitingum og allir héldu glaðir út í hlýtt sumarkvöld eftir að hafa gætt sér á kræsingunum.
Starfsfólk Garðaskóla óskar öllum nemendum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.